VELKOMIN Í BAUHAUS CORPORATE CHALLENGE EUROPE-VIÐBURÐINN

Run. Walk. Cycle. | 18. til 24. september 2023

 

Það gleður okkur að þú viljir taka þátt í BAUHAUS Corporate Challenge –nýju íþróttamóti fyrir allt starfsfólk BAUHAUS í Evrópu sem fer fram í gegnum netið. Vertu með og hreyfðu þig með samstarfsfólki þínu – úr fjarlægð! Settu þér markmið og reyndu að ná því í keppnisvikunni. Hvettu samstarfsfólk þitt áfram og hjálpaðu okkur að safna kílómetrum fyrir gott málefni. Saman getum við þetta!

Á þessari síðu finnur þú allar mikilvægar upplýsingar um viðburðinn.


#bauhauscorporatechallenge #teamBAUHAUS

 

Lesa meira

Settu þér markmið.

BAUHAUS Corporate Challenge Europe er stafrænn viðburður fyrir allar staðsetningar BAUHAUS í Evrópu sem sameinar hópefli og holla hreyfingu, góðgerðastarf, samkeppni og hreint og klárt gaman. Settu þér markmið og reyndu að ná því eða jafnvel bæta það í keppnisvikunni. Þú færð BAUHAUS-verðlaunapening fyrir vikið.🏅 En þú þarft að ná að minnsta kosti 5 km – þetta þarf að vera áskorun! Með því að hreyfa okkur erum við ekki aðeins að bæta heilsuna, heldur söfnum við um leið kílómetrum fyrir gott málefni.


Hver má taka þátt?

Allt starfsfólk BAUHAUS getur tekið þátt – óháð aldri, íþróttagetu, landi eða stöðu.

Hvernig er kílómetrum safnað?

Það er undir þér komið hvort þú vilt hlaupa, ganga eða hjóla. Farðu þá leið sem þú vilt, hvort sem þú hleypur, gengur eða hjólar – það skiptir ekki máli hvert. Komdu þér í gang, fáðu þér frískt loft og safnaðu kílómetum!

Það þarf að sýna íþróttamannslega hegðun: Æfingar sem eru hægari en 3 km/klst. eða hraðari en 50 km/klst. verða útilokaðar af tæknilegum ástæðum og því ekki skráðar. Reyndu því að halda þig innan þess hraða þegar þú hreyfir þig.

Hvenær og hve oft get ég safnað kílómetrum?

Þú getur tekið þátt og safnað kílómetrum frá 18. til 24. september 2023 – eins oft og þú vilt.

Góðgerðastarf

Góð málefni fá einnig að njóta afrakstursins. Fyrir hvern kílómeter sem þú gengur eða hleypur leggur BAUHAUS til 1 evru, og fyrir hvern kílómeter sem þú hjólar leggur BAUHAUS til 0,5 evru, til styrktar góðs málefnis.

Staðreyndir

Viðburður: Bauhaus Corporate Challenge Europe
Hvenær: 18. til 24. september 2023
Hverjir: allt starfsfólk BAUHAUS um víða Evrópu

Hreyfing í boði:
Hlaup/létt ganga/löng ganga (> 3 km/h - 15 km/h)
Hjólreiðar (> 15 km/h - 50 km/h)

⚠️ No Tracking (< 3 km/h / > 50 km/h)

Athugið: Appið velur sjálfkrafa
íþróttagrein allt eftir hraða.

GPS-rakning: Þar sem GPS-rakning krefst GPS-merkis verður hreyfingin að fara fram utandyra.
Kerfiskröfur: 
Snjallsími með iOS- eða Android-stýrikerfi

... og hvað á ég að gera núna?

Skref 1: Skráðu þig
Skref 2: Sæktu appið „BAUHAUS CCE“ með tenglinum í tölvupóstinum
Skref 3: Safnaðu kílómetrum á meðan Bauhaus Corporate Challenge er í gangi

SAMEIGINLEGT MARKMIÐ

Hópefli þvert á landamæri

 

Á meðan BAUHAUS Corporate Challenge er í gangi getur þú hreyft þig með samstarfsfólki þínu hvaðanæva að í Evrópu og á sama tíma stutt gott málefni – hvar sem þú ert í Evrópu. Safnaðu kílómetrum frá 18. til 24. september 2023 hvar sem þú ert – á Íslandi eða í Þýskalandi, Tyrklandi, Danmörku eða öðru Evrópulandi. Þú getur farið af stað á tveimur jafnfótum (gangandi eða hlaupandi) eða hjóli, eins oft og þú vilt. Til að geta skráð kílómetra þarftu að eiga snjallsíma og nota BAUHAUS Challenge-appið. Og það skiptir engu máli hvort þú vilt keppa beint við samstarfsfólk eða bara hreyfa þig og hafa gaman: Hver kílómetri telur fyrir gott málefni. Sameiginlegt markmið okkar er að safna eins mörgum kílómetrum og við getum. Öll athafnasemi þátttakanda er lögð saman og það fær töluna á kílómetramælunum til að hækka. Þú tekur því virkan þátt í ásamt samstarfsfólki þínu að gera framlag okkar stærra og stærra.

Skráðu þig. Sæktu appið. Sýndu stuðning.

 

Learn more about the app

BAUHAUS CORPORATE CHALLENGE EUROPE

SKRÁNING

SAFNAÐU KÍLÓMETRUM OG LÁTTU GOTT AF ÞÉR LEIÐA

Taktu þátt og láttu gott af þér leiða

 

Aðrir eiga að njóta góðs af okkar erfiði: Þess vegna styrkir BAUHAUS á hjóli og 1 evru fyrir hvern kílómetra sem er genginn eða hlaupinn í gott málefni. Þegar Bauhaus Corporate Challenge lýkur er upphæðin látin ganga til ýmissa góðgerðastofnana og samfélagslegra verkefna í öllum löndum sem BAUHAUS starfar í. Þú getur því tekið virkan í ásamt samstarfsfólki þínu að gera framlag okkar stærra og stærra. Eftir hverju ertu að bíða?

Hver kílómetri telur!

 

Lesa meira um aðgerðir okkar

DEILDU UPPLIFUNINNI

Vertu í sambandi við samstarfsfólk

 

Þótt þú getir ekki skráð kílómetra á sama stað og allt samstarfsfólk þitt getur þú deildupplifuninni og bestu augnablikunum í Bauhaus Corporate Challenge með því. Birtu myndir, myndbönd og fleira á samfélagsmiðlum (til dæmis Facebook, Instagram eða Twitter) og notaðu myllumerkin #teamBAUHAUS eða #bauhauscorporatechallenge. Færslurnar verða svo birtar á færsluveggnum okkar.

#teamBAUHAUS #bauhauscorporatechallenge

 

 

Fara á færsluvegg

ÁRANGUR OKKAR

Nýjustu tölur og staða

 

Hver hefur safnað flestum kílómetrum? Hvaða BAUHAUS-land stendur sig best og hvað hvaða útibúi taka flestir þátt? Hef ég náð mínu markmiði?

Undir „Results“ á „Leaderboardet“ getur þú séð hvar þú og starfsfélagar þínir standa. Auk þess birtum við daglega áhugaverða tölfræði, samanburð og greiningu fyrir einstök lönd og útibú.

Áfram BAUHAUS!

 

Skoða niðurstöðurnar

TAKTU ÁSKORUNINA!

Settu þér markmið.